Fara í efni

Tímar hjá Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar falla niður vegna samkomubanns

Vegna ákvörðunar stjórnvalda um að setja á samkomubann á Íslandi, þá mun allt námskeiðishald á vegum Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar falla niður frá og með mánudeginum 15. mars og þar til banni lýkur. Okkur er umhugað um heilsu iðkenda og allra þeirra sem standa þeim nærri, og því tökum við ástandið alvarlega.

Við gerum ráð fyrir að hefja kennslu á ný þegar banninu hefur verið aflétt, að páskáfríi loknu. Að öllu óbreyttu, þá sýna útreikningar okkar að við munum ná að klára önnina (leiklistartíma, lokaæfingu og leiksýningu) fyrir mánaðarmótin maí/júní.

Ef eitthvað breytist verðum við aftur í bandi og ykkur er velkomið að senda á okkur spurningar varðandi þetta.

Þetta eru óvenjulegir tímar. Farið öll vel með ykkur og gleymið ekki að hafa gaman. Við hlökkum svo til að byrja starfið aftur í apríl.

Við minnum á að allar upplýsingar varðandi dagsetningar á önninni og tenglaupplýsingar kennara er að finna á mak.is. Við setjum inn nýjar dagsetningar þar þegar þær verða komnar á hreint.

Kær kveðja og lifi leikgleðin!

Kennarar Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.

Til baka