Fara í efni

Tilkynning vegna samkomubanns

Tilkynning vegna samkomubanns

Helstu sviðslistastofnanir þjóðarinnar, þar á meðal Menningarfélag Akureyrar, eru í samstarfi um viðbrögð vegna Covid-19 veirunnar. Þar sem samkomubann hefur verið sett á þurfa, Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof, eins og aðrar sviðslistastofnanir, að fresta sýningum frá og með mánudeginum um óákveðinn tíma. Um leið og nýjar dagsetningar verða ákveðnar verður send út tilkynning.

Sú regla gildir um miðakaup, að ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki hafa stofnanirnar ákveðið að veita kaupanda rétt á endurgreiðslu, að því tilskildu að ósk um endurgreiðslu berist stofnuninni innan 7 daga frá tilkynningu um nýja dagsetningu.

Til baka