Leitað að hljóðfæraleikurum

Mynd: Skapti Hallgrímsson
Mynd: Skapti Hallgrímsson

Menningarfélag Akureyrar óskar eftir hljóðfæraleikurum á samning til þriggja ára vegna dagskrár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og SinfoniaNord starfsárin 2019-2022.

Um er að ræða verkefnaráðningu við hljóðfæraleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á starfsárinu 2019-2022 og verkefni undir merkjum SinfoniaNord, sem felast í upptökum á sinfónískri kvikmyndatónlist, sinfónískri þjónustu til viðburðahaldara, hljómsveita, tónskálda og upptökustjóra. Umfang samnings fer eftir fjölda og eðli verkefna. 

Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun í tónlist en þurfa einnig að undirgangast áheyrnarprufu. Hljóðfæraleikarar sem unnið hafa samtals 30 þjónustur á síðustu tveimur starfsárum með Sinfóníuhljómsveit Íslands eða aðrar sambærilegar hljómsveitir þurfa ekki að undirgangast áheyrnarprufu. Þeir sem tóku þátt í áheyrnarprufunum 2018 og og var boðinn samningur án skilyrða þurfa ekki að prufa aftur. Áheyrnarprufur fara fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og í Hörpu í Reykjavík. Tilhögun þeirra verður kynnt síðar.

Við mat á umsækjendum verður meðal annars horft til frammistöðu í áheyrnarprufu, tónleikareynslu almennt og þátttöku í verkefnum SN  undanfarin tvö starfsár.

Umsóknarfrestur er til 1. Júlí 2019. Fyrirspurnir og umsóknir skulu sendar til SinfoniaNord@mak.is. Ekki eru sérstök umsóknarblöð.