Fara í efni

Þrek og tár í Hofi

Þrek og tár heita tónleikar sem fara fram í Hofi laugardaginn 17. febrúar. Þar verða söngvararnir Erla Þorsteinsdóttir og Haukur Morthens heiðruð en þau voru ein af vinsælustu söngvurum Íslands á 20. öldinni. Tónlistarferlar Erlu og Hauks verða rifjaðir upp með tali og tónum enda hver man ekki eftir lögum eins og Þrek og tár, Til eru fræ, Ó borg mín borg og Litli tónlistarmaðurinn.

Hljómsveitarstjóri er Magnús Þór Sveinsson, sögumaður og kynnir Valgerður Erlingsdóttir en söngvarar kvöldsins verða Daníel Arnar, Hreindís Ylva, Svavar Knútur og Una Torfa. Hljómsveitina skipa: Magnús Þór hljómborð, Páll Sólmundur bassi, Ragnar Már saxófónar og fleiri blásturshljóðfæri, Sigurður Ingi trommur og Yngvi Rafn gítarar. 

Miðasala á mak.is 

Til baka