Þjóðleikhúsið í Hofi

Þjóðleikhúsið er með tvær sýningar í Hofi á hinu franska verðlaunaverki Faðirinn eftir Florian Zeller. Sýningarnar eru fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember kl. 20.

Verkið hefur farið sigurför um heiminn og uppfærsla Þjóðleikhússins hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda í íslenskum fjölmiðlum.  Þetta er óvenjulega og áhrifamikið verk um viðkvæmt efni og er fullt af sársauka en einnig húmor. 

Aðalsöguhetjan André er tekinn að eldast. Á árum áður starfaði hann sem verkfræðingur. Var hann kannski steppdansari? Bláókunnugt fólk birtist á heimili hans og segist vera dóttir hans og maður hennar. Hver dirfist að halda því fram að hann geti ekki séð um sig sjálfur? Er verið að spila með hann? Getur verið að hann sé farinn að tapa áttum? Er heilinn farinn að gefa sig? Eða er heimurinn sjálfur genginn af göflunum?

Leikarar: Eggert ÞorleifssonEdda ArnljótsdóttirHarpa ArnardóttirÓlafía Hrönn JónsdóttirSveinn Ólafur Gunnarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Verkið er í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.

Sýningin er 2 klukkustundir með 30 mínútna hléi.

Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar segir „það er einkar ánægjulegt að fá þessa sýningu norður í land núna þar sem hún gengur fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu þessa dagana og bæði gagnrýnendur og áhorfendur afar hrifnir af verkinu. Þetta er verk sem Norðlendingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara“.

Áhugasömum er bent á að enn er hægt að panta miða á mak.is og í miðasölu í Hofi frá kl. 12 báða dagana þar til sýningin hefst.