Fara í efni

Þekktustu perlur íslenskra laga fluttar í Hofi á sunnudaginn

Arctic Opera heldur tónleika í Menningarhúsinu Hofi á sunnudaginn kl. 16. Arctic Opera er hópur klassísk þjálfaðra óperusöngvara á Norðurlandi. Hópurinn býður reglulega upp á tónleika og sýningar undir listrænni stjórn Michael Jóns Clarke.

Efnisskrá tónleikanna inniheldur margar af þekktustu perlum íslenskra laga, m.a. Hamraborgina, Gýgjuna, Betlikerlinguna, Nótt, Svanasöng á heiði, Draumalandið og margt fleira. Miðasala á mak.is 

Til baka