Fara í efni

Tæplega 1000 skólabörn sáu drauginn Reyra

Draugurinn Reyri stóð heldur betur í ströngu í Hofi í vikunni. Á sunnudaginn mættu 215 manns á fjölskyldutónleikana Sögur af draugnum Reyra þar sem Reyri fór með gesti á vit löngu látinna tónskálda ásamt hrekkjóttu norninni Kíriki, Næturdrottningunni, Blásarakvintettnum Norð-Austan, píanóleikara, Barnakór Akureyrarkirkju og dönsurum úr Dansskóla Alice.

Í dag og í gær hafa tæplega 1000 börn úr 15 grunnskólum á Norðurlandi eystra komið í hús til að berja drauginn augum og hlusta á draugalega tónlist. Draugaleg hljóð hafa því umlukið húsið síðustu þrjá dag við mikla kátínu barnanna. Takk fyrir komum öll!

Viðburðurinn var samstarfsverkefni Tónlistarfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Töfrahurðar, List fyrir alla, Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Barnamenningarsjóðs, Tónlistarsjóðs, Tónskáldasjóðs RÚV og STEFs. 

Til baka