Fara í efni

Sýningum lýkur í apríl

Sýningin Skugga Sveinn hefur gengið fyrir fullu Samkomuhúsi frá frumsýningu en nú líður að lokum.

Síðustu sýningarnar eru komnar í sölu en sýningum lýkur í lok apríl. Skugga Sveinn, með Jón Gnarr í titilhlutverkinu, hefur fengið frábærar viðtökur og dóma.

Marta Nordal leikstýrir en aðrir leikarar eru Björgvin Franz Gíslason, Sunna Borg, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Vala Fannell, María Pálsdóttir, Árni Beinteinn og Vilhjálmur B Bragason. 

Ekki missa af þessari skemmilegu sýningu! Miðasala er hér. 

Til baka