Fara í efni

Sýningar hætta í apríl – Ekki missa af þessari frábæru skemmtun

Sýningum á söngleiknum Chicago lýkur í apríl!

Sýningin hefur fengið frábærar undirtektir og dóma:

„Chicago á alltaf erindi, það er pólitískt og ögrandi en fyrst og fremst svo ógeðslega skemmtilegt,“ er meðal þess sem kemur fram í gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rúv.

Með aðal hlutverkin fara stórsöngkonan Jóhanna Guðrún og söng- og leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Á meðal annarra leikara eru Björgvin Franz Gíslason, Margrét Eir, Arnþór Þórsteinsson og Bjartmar Þórðarson. Uppsetningin er samstarf Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands en tíu manna hljómsveit er á sviðinu allan tímann.

Tryggðu þér miða strax á þessa frábæru skemmtun áður en það verður of seint!

Miðasala í fullum gangi á mak.is

Til baka