Sýning ársins valin í beinni útsendingu

Sögur – Verðlaunahátíð barnanna fer fram í beinni útsendingu í sjónvarpinu á sunnudagskvöldið. Barnaverkin Krúnk, krúnk og dirrindí og Gallsteinar afa Gissa hlutu tilnefningu í flokknum Sýning ársins og María Pálsdóttir í flokknum Leikkona ársins en María lék mömmuna í Gallsteinum afa Gissa. Útsendingin hefst klukkan 19:45.