Fara í efni

Styrkhafar VERÐANDI 2019-2020

Veittir hafa verið styrkir úr listsjóðnum VERÐANDI fyrir árið 2019-2020. Það voru 24 umsóknir sem bárust sjóðnum og 10 verkefni sem fengu brautargengi.

Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Listsjóðurinn á að auðvelda ungu listafólki og þeim sem starfa utan stofnana að nýta sér þá fyrirmyndaraðstöðu sem húsakynni Menningarfélags Akureyrar búa yfir, auk þess að stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum og nýta þá möguleika sem þar eru fyrir fjölbreytta viðburði.

„Það var afar ánægjulegt að fá svo margar fínar umsóknir, sjá metnað listafólksins og vilja til að nýta sér aðstöðuna í Menningarhúsinu Hofi fyrir þeirra flottu og krefjandi viðburði. Við starfsfólk Menningarfélagsins hlökkum til að taka á móti þeim í hús en fyrsti viðburðurinn er  einmitt næsta sunnudag“  segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélas Akureyrar og verkefnastjóri VERÐANDI listsjóðs.

 

Styrkþegarnir tíu munu standa fyrir fjölbreyttum viðburðum í Menningarhúsinu Hofi á tímabilinu 1. september 2019 til loka júní 2020 eins og sjá má hér fyrir neðan:

 

Gospelraddir Akureyrar -  Heimir Bjarnason og Helga Hrönn Óladóttir.

Gospelraddir Akureyrar ásamt Andreu Gylfa og Gógó  

1. September kl. 20

 

Marína Ósk þórólfsdóttir

Marína Ósk – Athvarf

25. október kl. 20

 

Elvý G. Hreinsdóttir

Gustur um goluengi

17. nóvember kl. 20.30

 

Jónína Björg Gunnarsdóttir, Silja Garðarsdóttir og Daníel Þorsteinsson

Það þarf alltaf smá klassík

9. febrúar kl. 17

 

Írís Björk og Hjalti Þór

Norræn ljóð fyrir norðan

19. mars kl. 20

 

Birkir Blær Óðinsson

Birkir Blær í Black Box

28. mars kl. 20.30

 

 

Guðmundur Óli Gunnarsson og fleiri

Hver vill hugga krílið?

19. apríl kl. 16

 

Þóra Kristín Gunnarsdóttir

ALMA ljóðasöngstónleikar

2. maí kl. 16

 

Halla Ólöf Jónsdóttir

Sönglög Jórunnar Viðar

4. júní kl. 20

 

Þórhildur Örvarsdóttir

Álfar og tröll

21. júní kl. 17

 

Allar nánari upplýsingar um viðburðina má sjá á viðburðadagatali Menningarfélags Akureyrar á  mak.is

Listsjóðurinn VERÐANDI varð til formlega 15. nóvember á síðasta ári þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Þórleifur Stefán Björnsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, undirrituðu samkomulag um stofnun hans.

Stofnendur sjóðsins eru: Akureyrarbær, Menningarfélagið Hof og Menningarfélag Akureyrar. 

Til baka