Fara í efni

Stór helgi í Hofi

Á sunnudaginn verður alvöru íslenskt hljómleikabíó fyrir alla fjölskylduna í Hofi.
Á sunnudaginn verður alvöru íslenskt hljómleikabíó fyrir alla fjölskylduna í Hofi.

Fram undan er stór helgi í Menningarhúsinu Hofi. Á sunnudaginn fer fram tónleikabíóið LÓI og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Teiknimyndin vinsæla, LÓI – Þú flýgur aldrei einn, verður sýnd í Hamraborg undir lifandi flutningi kvikmyndahljómsveitar Íslands, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Norðlenska tónskáldið, Atli Örvarsson, er höfundur tónlistarinnar en hann stjórnar einnig hljómsveitinni. Sérstakur gestur er Högni Egilsson en auk hans mun norðlenska söngkonan Jónína Björt Gunnarsdóttir taka lagið. Tónleikabíóið hefst klukkan 16. Miðarnir rjúka út svo nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér aðgang á þetta ekta íslenska tónleikabíó. 

Hljómleikabíóið er samvinnuverkefni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, RIFF, Saga Film og GunHill.

Á sunnudagsmorgninum verður Barnamorgunn í Hofi í tengslum við tónleikabíóið. Þar mun Andrea Gylfadóttir, tónlistarkennari og söngkona, leiða þátttakendur inn í undraheim tónlistar og fara með þau í heimsókn á æfingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem undibýr sig fyrir bíótónleikana síðar sama dag. Um 30 börn eru skráð á viðburðinn og nú hefur verið lokað fyrir skráningu.

Það er Norðurorka sem er styrktaraðili Barnamorgna Menningarfélags Akureyrar. 

Til baka