Fara í efni

Stór helgi framundan

Bubbi Morthens er á meðal listamanna sem stíga á sviðs Hofs um helgina
Bubbi Morthens er á meðal listamanna sem stíga á sviðs Hofs um helgina

Þótt jólahátíðin sé rétt handan við hornið er mikið um að vera í Menningarhúsinu Hofi um helgina. 

Á morgun, föstudag, mætir Ari Eldjárn í Hamraborg með sýningu sína Áramótaskop. Ari stígur tvisvar á svið, klukkan 19:30 og svo klukkan 22. 

Verkmenntaskólinn á Akureyri fagnar útskrift á laugardeginum að vana í Hofi. Á laugardagskvöldinu er svo komið að sjálfum kónginum Bubba Morthens. Þorláksmessutónleikaröð Bubba er ein allra langlífasta tónleikahefð í aðdraganda jóla og Bubbi bregður ekki út af vananum þetta árið. 

Á sunnudeginum er komið að Jólatónleikum Jóhönnu Guðrúnar og Eyþórs Inga ásamt Gospelkór og Stórhljómsveit Davíðs Sigurgeirssonar. Jóhönnu Guðrúnu og Eyþór Inga þarf vart að kynna, enda eru þau meðal fremstu söngvara þjóðarinnar.

Miðasala Hofs verður opin til klukkan 19.00 21. og 22. desember og til klukkan 20.00 á Þorláksmessu. Miðasalan opnar svo á nýju ári 2. janúar klukkan 13.00. Símanúmerið er 450-1000 og netfangið mak@mak.is.

Til baka