Fara í efni

Stjórnin og SN í Hofi á skírdag

Stuðið verður í Hofi á skírdag!
Stuðið verður í Hofi á skírdag!

Stuðið verður í Hofi á skírdag þegar stórhljómsveitin Stjórnin stígur á svið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands! 

Þetta verður í fyrsta sinn sem Stjórnin kemur fram með sinfóníuhljómsveit og það er fyrir löngu uppselt!

Einsöngvarar eru að vanda Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson sem einnig spilar á hljómborð. Auk þeirra spilar Kristján Grétarsson á gítar, Eiður Arnarsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð og Phillip Doyle á saxafón. Í bakröddum eru akureyrísku söngkonurnar Jónína Björt Gunnarsdóttir, Guðrún Arngrímsdóttir og Maja Eir Kristinsdóttir. 

Útsetningar: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Michael Jón Clarke og Þórður Magnússon.

Hljómsveitarstjóri: Þórður Magnússon

 

Til baka