Fara í efni

Starfsárið 2019-2020

Eitt af stærsta verkum vetrarins verður verðlaunasöngleikurinn Vorið vaknar. Myndina tók Saga Sig.
Eitt af stærsta verkum vetrarins verður verðlaunasöngleikurinn Vorið vaknar. Myndina tók Saga Sig.

Framundan er fjölbreytt, spennandi og metnaðarfullt starfsár hjá Menningarfélagi Akureyrar!

Leikfélag Akureyrar mun til að mynda setja upp verðlaunasöngleikinn Vorið vaknar og um páskana verður mikið um dýrðir þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur eitt af höfuðverkum Beethovens, níundu sinfóníuna, í tilefni að 250 ára afmæli tónskáldsins. 

Bæklingur fyrir starfsárið 2019/2020 verður borinn í öll hús á Akureyri á miðvikudaginn og þá hefst sala áskriftarkorta! Hér getur tekið smá forskot á sæluna og kíkt það sem Menningarfélag Akureyrar hefur upp á að bjóða á starfsárinu. 

 

Skoðaðu bæklinginn hérna:  Bæklingur 19/20

 

 

Til baka