Fara í efni

Spjall um óperuna fyrir sýningu

Á undan sýningum á La traviata um helgina mun Guðni Tómasson, tónlistaráhugamaður og dagskrárgerðarmaður á Rás 1, segja frá verkinu og sköpun þess. Hann staðsetur óperuna í tónsmíðaferli Verdis, segir frá ritskoðunartilburðum og pólitískum titringi í kringum þetta vinsæla verk sem kann að virðast saklaust í dag en var það alls ekki þegar óperan var frumsýnd.

Guðni tekur til máls um það bil klukkustund fyrir sýningarnar. Veitingasalan á BARR Kaffihúsi verður opin.

Aðeins eru örfáir miðar eftir á aukasýninguna sem fram fer á sunnudeginum kl 16.

Athuga að grímuskylda er á viðburðinum. 

 

Til baka