Fara í efni

Skilafrestur hugmynda lengdur

Menningarfélag Akureyrar, í samstarfi við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús, kynnir Upptaktinn á Akureyri.

Með Upptaktinum, Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listnemenda og listamanna. Harpa efndi fyrst til Upptaktsins árið 2013 en Upptakturinn hefur verið haldinn á hverju ári síðan og fjöldi tónverka orðið til fyrir tilstilli hans.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir upprennandi listamenn til að skerpa á hæfileikum sínum í samstarfi með okkar besta fagfólki í tónmíðum og framleiðslu. Akureyri, sem miðpunktur menningar, er leiðandi á mörgum sviðum, til að mynda í tónlist, og ég gæti ekki verið ánægðari með að taka þátt í þessu verkefni,“ segir dr. Phillip J Doyle, verkefnastjóri Upptaktsins á Akureyri. 

Skilafrestur hugmynda hefur verið lengdur til og með 25. mars 2020. Afraksturinn verður kynntur á tónleikum í Hofi sunnudaginn 26. apríl.

NÁNARI UPPLÝSINGAR HÉR

Til baka