Sólstöður Guðrúnar Sigurðardóttur opna í Hofi
Myndlistakonan og Akureyringurinn Guðrún Sigurðardóttir opnar sýningu sína, Sólstöður, í Hamragili í Hofi 29. nóvember kl. 14.00
Verkin á sýningunni tengjast að formi og litum þannig að hekluð verk sem urðu til fyrst höfðu áhrif á tilurð síðari verka. Eftir hekluðu verki var sniðið form úr striga. Formið sem klippt var úr striganum birtist svo í öðru verki og þannig mætti rekja áfram. Þannig hefur eitt verk áhrif á annað í þessari sýningu sem blandar saman textílverkum, olíumálverkum og teikningum.
Efniviðurinn er ullargarn, móher/silkigarn, hörstrigi, silki, vatnslitapappír, olíulitir, hörband, naglar og rammar smíðaðir úr ösp af Sigurði J. Sigurbjörnssyni.
Guðrún lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og MA námi í myndlist frá sama skóla árið 2020.