Fara í efni

SN þakkar Zsuzsönnu Bitay fyrir ánægjulegt samstarf og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þakkar fiðluleikaranum Zsuzsönnu Bitay fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni en Zsuzsanna flytur nú heim til Ungverjalands.

Zsuzsanna Bitay fæddist í Cluj í Rúmeniu og hóf fiðlunám sjö ára í heimaborg sinni og útskrifaðist frá Music Academy „Gh. Dima“ Cluj, árið 1981. Árið 1989 flutti Zsuzsanna til Búdapest, Ungverjaland og starfaði í lausamennsku við Hátíðarhljómsveitina í Búdapest, Ungversku þjóðaróperunni og Útvarpshljómsveitinni í Búdapest.

Árið 2007 flutti Zsuzsanna til Dalvíkur og starfaði þar sem fiðlukennari og lék með Simfóniuhljómsveit Norðurlands við góðan orðstýr.

Kveðjuávarp frá félögum hennar í SN:

„Hún Zsuzsanna er að kveðja okkur til þess að fara til Ungverjalands vegna fjölskylduaðstæðna. Það er dæmigert fyrir hana að mæta þangað sem hennar er þörf og að vera til þjónustu reiðubúin. Þannig höfum við félagar hennar í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands skynjað hógværa en góða nærveru hennar þann tíma sem við höfum notið starfskrafta hennar.

Að baki óbilandi aga og einbeitingar býr í Zsuzsönnu lífsglöð kona sem hefur í gegnum tíðina brallað ýmislegt. Ógleymanleg er ferðin til Færeyja með SN sem og tónleikaferðir suður í Hörpu sem og víðs vegar um Norðausturland í öðrum giggum utan SN. Zsuzsanna hefur jafnframt leikið stóran sess í framgangi systurhljómsveitarinnar á Austurlandi þar sem hún hefur skipað sæti konsertmeistara með reisn.

Þó svo að Ungverjaland kalli þig heim núna þá er ekki ólíklegt að þú eigir eftir að koma oft til Íslands. Ást þín og hans Radus þíns á landinu er öllum kunn. Vertu alltaf velkomin og bestu þakkir fyrir gjöfult samstarf kæra Zsuzsanna.“

Til baka