Fara í efni

Skugga Sveinn á Dekurdögum á Glerártorgi

Menningarfélag Akureyrar tekur virkan þátt í Dekurdögum á Akureyri helgina 30. september til 3. október.

Leikfélag Akureyrar, með Mörtu Nordal leikhússtjóra og Vilhjálmi B. Bragason Vandræðaskáldi í fararbroddi, mæta á Glerártorg og kynna sýninguna Skugga Svein annað kvöld, fimmtudagskvöldið 30. október. Marta og Villi ætla að spjalla við gesti og gangandi, bjóða upp á búbblur og segja frá leikritinu sem verður frumsýnt í Samkomuhúsinu í janúar 2022. Með aðal hlutverkið fer sjálfur Jón Gnarr. 

Að auki verður Menningarhúsið Hof lýst upp með bleikum ljósum í tilefni Bleiks október. 

 

 

Til baka