Skráningu lýkur á sunnudaginn

Skráningu á vorönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar lýkur sunnudaginn 20. janúar. Samkvæmt Jenný Láru Arnórsdóttur, skólastjóra LLA, hafa viðtökur verið góðar og eru námskeiðin óðum að fyllast.

Vorönninn hefst 21. janúar en önnin er tólf vikur og lýkur með sýningu fyrir aðstandendur í Samkomuhúsinu 12-14. apríl. Allir kennarar skólans eru fagmenntaðir á sviði leiklistar.

Hægt er að skrá iðkendur í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar HÉR.

Allar nánari upplýsingar um Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar má nálgast með því að senda fyrirspurnir á netfang skólans, lla@mak.is