Fara í efni

Skráningar hafnar á vorönn leiklistarskólans - Örfá pláss laus

Skráningar voru að hefjast í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar, skemmtilegasta skóla landsins!

Laust er á eftirfarandi námskeið:

Fornám A mánudögum kl. 15-16 fyrir börn fædd 2014-2015

Grunndeild B fimmtudögum kl. 15-16 fyrir börn fædd 2012-2013

Miðdeild A mánudögum kl. 16:30-18 fyrir börn fædd 2010-2011

Unglingadeild B kl. 15-17 fyrir unglinga fædda 2007-2009

 

Aðrir hópar eru uppbókaðir en möguleiki er að skrá sig á biðlista fyrir hvaða hóp sem er.

Skráningafrestur rennur út á miðnætti 15. janúar n.k.

Nánari upplýsingar um skólann er að finna á mak.is

Kennsla hefst 23. janúar og lýkur 5. maí

Kennsla fer fram í Undirheimum í Hofi, kennslusal Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.

Skráning á Sportabler. Við tökum spurningum fagnandi á netfanginu lla@mak.is

 

Skráningarlinkur: https://www.sportabler.com/shop/mak/

Til baka