Fara í efni

Lengdur skilafrestur í leikritunarsamkeppni

Skilafrestur í leikritunarsamkeppni Leikfélags Akureyrar og Krakka-RÚV hefur verið lengdur til 13. maí.

 

Þekkir þú ungt leikskáld?

Leikfélag Akureyrar, í samstarfi við Krakka-Rúv, efnir til leikritunarsamkeppni fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Samkeppninni er skipt í tvo flokka; fyrir höfunda á yngsta stigi grunnskóla og höfunda á miðstigi grunnskóla.
Skrifaðu allt að 15 blaðsíðna handrit um hvað sem er. Tvö leikrit verða valin og sviðsett í Samkomuhúsinu með hjálp atvinnuleikhúsfólks.

Úrslitin verða tilkynnt í beinni útsendingu á RÚV þann 1. júní!

 

Þátttakendum er bent á að senda handritin á tölvupóstfangið marta@mak.is

Til baka