Fara í efni

Skemmtileg fyrsta helgi ársins

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Menningarfélag Akureyrar óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar um leið fyrir árið sem var að líða.

Fjörið heldur áfram á nýju ári og hefst með söngleiknum Kabarett í Samkomuhúsinu á laugardagskvöldið. Söngleikurinn hefur heldur betur slegið í gegn en sýningin á laugardagskvöldið er sú 16. í röðinni. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða því sýningum lýkur í febrúar.

Á sunnudaginn mun kvennakórinn Embla halda tónleika í Hömrum í Hofi. Á dagskrá er verkið Adiemus eftir Karl Jenkins. Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Helga Kvam á píanó, Helen Teitsson á flautur, Halldór G Hauksson, Haukur Pálmason, Ingvi Rafn Ingvason á slagverk ásamt Pétri Ingólfssyni á kontrabassa. Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga og stjórnandi er Roar Kvam. Tónleikarnir eru styrktir af VERÐANDI listsjóði.

Þessa dagana stendur yfir sýning myndlistarkonunnar Habbýar Óskar í Hofi en sýningin mun standa til 10. febrúar.  

Til baka