Fara í efni

Singles day tilboð á And Björk, of course!

Í tilefni Singles day er 20% afsláttur af miðum/gjafabréfum á sprenghlægilega leikritið And Björk of course..! Tilboðið hefst í kvöld kl. 20 og stendur til miðnættis laugardagskvölds.

Gjafabréf á And Björk, of course.. er frábær jólagjöf handa þeim sem allt eiga.

And Björk, of course.. er eftir Akureyringinn Þorvald Þorsteinsson heitinn sem einnig skrifaði Skilaboðaskjóðuna og bækurnar um Blíðfinn. Leikarahópurinn er ekki af lakari taginu; Jón Gnarr, Sveppi, Eygló Hilmarsdóttir, Arna Magnea Danks, María Heba Þorkelsdóttir, María Pálsdóttir og Davíð Þór Katrínarson. Leikstjóri er Hríseyingurinn Gréta Kristín Ómarsdóttir. 

And Björk, of course.. verður frumsýnt í Samkomuhúsinu í febrúar 2024.

Vorum við búin að minnast á hversu fullkomin jólagjöf gjafabréfin eru? 

Til baka