Sigurvegarar í leikritunarsamkeppni LA og Krakka-RÚV

Sigurvegararnir ásamt rithöfundinum Gunnari Helgasyni sem fékk verðlaun fyrir bók sína Siggi Sítróna…
Sigurvegararnir ásamt rithöfundinum Gunnari Helgasyni sem fékk verðlaun fyrir bók sína Siggi Sítróna.

Tilkynnt var um sigurvegara í leikritunarsamkeppni Leikfélags Akureyrar og Krakka-RÚV í beinni sjónvarpsútsendingu á sunnudagskvöldið. Leikritið Frúin í Hamborg eftir systkinin Þórarin og Önnu Kristínu bar sigur úr býtum. Leikritið verður sviðsett í Samkomuhúsinu með hjálp atvinnuleikhúsfólks á næsta leikári. Menningarfélag Akureyrar óskar Þórarni og Önnu Kristínu innilega til hamingju og hlakkar til samstarfsins.