Síðustu sýningar Stúfs

Prakkarinn Stúfur stígur á svið Samkomuhússins um helgina en um síðustu sýningar hans er að ræða. Stúfur hefur skemmt börnum á öllum aldri á aðventunni með þessari glænýju jólasýningu enda einstaklega músíkalskur, skáldmæltur, ráðagóður og uppátækjasamur sveinn.

Þeir sem vilja nýta þetta einstaka tækifæri til að berja jólasveininn augum er bent á miðasölu www.mak.is en sjálfur mælir Stúfur með því að kynslóðirnar komi saman í Samkomuhúsinu, horfi á sýninguna og komist í alvöru jólaskap.