Fara í efni

Síðasta sýningarhelgin af And Björk, of course...

Síðustu sýningarnar í Samkomuhúsinu fara fram um helgina.
Síðustu sýningarnar í Samkomuhúsinu fara fram um helgina.

Um helgina fara fram síðustu sýningarnar af verkinu  And Björk, of course.. í Samkomuhúsinu. Sýningin hefur vakið mikla eftirtekt og athygli og verður sýnd í framhaldinu í Borgarleikhúsinu í vor.

And Björk, of course.. er eftir Þorvald Þorsteinsson sem er þekktastur fyrir barnaleikritið Skilaboðaskjóðuna og bækurnar um Blíðfinn. 

Athugið að sýningin er merkt Trigger warning. En í sýningunni er fjallað um eða ýjað að ofbeldi, kynferðisofbeldi, kynþáttafordómum, einelti, fötlunarfordómum, sjálfsvígum og annað sem getur vakið óþægilegar og erfiðar tilfinningar hjá áhorfendum.

Til baka