Fara í efni

Saga Borgarættarinnar í Hofi

Um 40 hljóðfæraleikarar SinfoniaNord komu saman í Hofi um helgina til að taka upp nýja tónlist Þórðar Magnússonar við kvikmyndina Saga Borgarættarinnar. Ekki var ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem verkið er um þrjár klukkustundir í flutningi og hefur hljómsveitin aldrei leikið það saman áður.

Kvikmyndin Saga Borgarættarinnar var fyrsta leikna kvikmyndin sem var tekin upp á Íslandi og fagnaði hún 100 ára frumsýningarafmæli í fyrra. Í tilefni af því endurgerðu Kvikmyndasafn Íslands og Nordisk Film Institut myndina í háskerpu á stafrænu formi. Tónskáldið Þórður Magnússon samdi nýja tónlist við myndina og stóð til að flytja hana á tónleikum í fyrra en vegna aðstæðna þurfti að fresta þeim. Upptökurnar fóru fram um helgina í Menningarhúsinu Hofi og eru með þeim umsvifamestu sem ráðist hefur verið í með hljómsveitinni.

 

Til baka