Fara í efni

Saga Borgarættarinnar á sunnudaginn - Hér er sýningarskráin

Kvikmyndin Saga Borgarættarinnar verður sýnd í Menningarhúsinu Hofi á sunnudaginn, 3. október klukkan 15.

Kvikmyndin, sem gerð var eftir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar árið 1919, markar upphaf kvikmyndagerðar á Íslandi. Í tilefni 100 ára afmælis myndarinnar verður ný stafræn endurgerð hennar með frumsaminni tónlist Þórðar Magnússonar í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frumsýnd samtímis í Hofi á Akureyri, Bíó Paradís í Reykjavík og Herðubíói á Seyðisfirði þann 3. október. Hér er sýningarskráin.  Hér er enska útgáfan. 

Enn er hægt að tryggja sér miða á mak.is. 

 

 

Til baka