Fara í efni

Rætur í Hofi á sunnudaginn

Tónleikarnir Rætur fara fram í Menningarhúsinu Hofi  á sunnudaginn. Þar munu Anna Elísabet Sigurðardóttir, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, Sólveig Steinþórsdóttir og Þóra Kristín Gunnarsdóttir flytja píanókvartetta eftir Gustav Mahler, Robert Schumann, Alfred Schnittke og Judith Weir.

Fjórar ungar konur koma saman til að leika kvartetta, sá elsti saminn um miðja 19.öld og sá nýjasti um síðustu aldamót. Hvaða erindi á svona gömul tónlist við okkur í dag? Þessi spurning er gegnumgangandi í efnisskrá tónleikanna. Verkin eru samin á tímabilinu frá 1850-2000 en einkennandi er að nánast öll tónskáldin horfa til baka á eldri tónlistarstefnur eða jafnvel gömul þjóðlög þegar þau semja þessa kvartetta. Líkt og tónskáldin virðast hafa verið eru flytjendur sannfærðir um að þessi menningararfur okkar sé þess virði að upplifa enn þann dag í dag, í okkar hraða nútíma.

Áhorfendum er boðið að setjast í notalega salinn Hamra, slökkva á símunum og sökkva sér inn í ævintýraheima píanókvartettsins gegnum aldirnar.

Kaupa miða hér

Til baka