Fara í efni

Opnunartími yfir hátíðarnar

Miðasala Hofs verður opin til klukkan 19.00 fram að jólum nema á Þorláksmessu til 20.00. Miðasalan opnar svo á nýju ári 2. janúar klukkan 13.00.

Upplýsingastöðin í Hofi er opin á Þorláksmessu frá 8.15-16.00 en lokuð á aðfangadag, jóladag og annan dag jóla. Upplýsingamiðstöðin verður opin frá 10-16 27. og 30. desember og opnar á nýju ári þann 2. janúar.

Gjafaverslunin Kista í Hofi er opin alla daga til jóla til klukkan 22.00 en 23.00 á Þorláksmessu. Verslunin er opin frá 10-12 á aðfangadag, frá 12-18 þann 27. desember, 12-16 28. desember og 12-18 mánudaginn 30. desember. Verslunin opnar á nýju ári 2. desember klukkan 12.00.

Eyrin Restaurant verður opin fram að jólum frá 11.30 til 22.00. Veitingastaðurinn er lokaður á aðfangadag en opnar á nýju ári fimmtudaginn 2. janúar.

Starfsfólk Menningarfélags Akureyrar, Upplýsingamiðstöðvarinnar, Kistu og Eyrarinnar óska Akureyringum og landsmönnum öllum gleðilegra jólA og farsæls komandi árs.  

Til baka