Fara í efni

Opnun samsýningar á laugardaginn

Samsýningin 10+ verður haldin í Hofi á laugardaginn í tilefni rúmlega 10 ára afmælis Kistu í Hofi.

Kista er búin að vera starfandi í Hofi í rúmlega tíu ár. Að því tilefni verður efnt til samsýningar í Hofi 29. apríl. Sýningin opnar á laugardaginn kl. 14 og stendur til 22. maí. 

„Draumur minn var að hafa þetta fjölbreytta og krassandi sýningu. Ég hlakka mikið til að sjá þetta verða að veruleika á laugardag,“ segir Katrín Árnadóttir eigandi Kistu en verk sýningarinnar eru eftir listakonur sem hafa verið á vegi hennar í gegnum tíðina og sem hafa vakið aðdáun hennar.

Öll velkomin á opnunina.

 

Hér er facebook viðburður sýningarinnar. 

Til baka