Fara í efni

Opnum tíma Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar streymt heim í stofu

Haustönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar lauk með opnum tíma um síðustu helgi. Vegna veirunnar var ekki hægt að bjóða foreldrum og forráðamönnum að koma að horfa en í staðinn nýttum við okkur tæknina og streymdum herlegheitunum heim í stofu.

Tæplega 90 nemendur í níu hópum sóttu námskeið LLA sem fram fóru í Samkomuhúsinu og Hofi.

„Við hlýddum Víði og gerðum hlé á kennslunni en náðum að bæta nemendum upp tapaðan tíma á góðum lokaspretti. Það voru flottir krakkar sem stóðu á stóra sviðinu í HOFI og sýndu afrakstur haustsins. Námskeið vorannar verða auglýst bráðlega og þá er um að gera að hafa hraðar hendur því þau fyllast fljótt,"

segir María Pálsdóttir skólastjóri leiklistarskólans.

Hægt er að skoða fleiri myndir á facebook-síðu Leikfélags Akureyrar.

 

Til baka