Fara í efni

Öll platan komin á Spotify

Söngleikurinn Benedikt búálfur er mættur í heild sinni á Spotify! Sögumaður plötunnar er enginn annar en Karl Ágúst Úlfsson. Tónlistin er spiluð af 40 manna sinfóníuhljómsveit Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Eins og áður er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri en Þorvaldur gerði hvorki meira né minna en fimm ný lög fyrir uppsetninguna.
Söngleikurinn er samstarf Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Með hlutverk Benedikts búálfs fer Árni Beinteinn Árnason. Aðrir leikarar eru Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Hjalti Rúnar Jónsson, Vala Guðnadóttir, Birna Pétursdóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli. Söngleikurinn er sýndur í Samkomuhúsinu en vegna samkomutakmarkana hefur verið hlé á sýningum. Það er því tilvalið að hlusta á plötuna þangað til spenntir krakkar komast í leikhúsið!
Til baka