Fara í efni

Óðurinn til gleðinnar á íslensku

Meistaraverkið Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven verður í fyrsta skiptið flutt á íslensku á afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Menningarhúsinu Hofi þann 29. október.

Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar þegar sveitin fagnar 30 ára starfsafmæli sínu og flytur 9. sinfóníu Beethovens. Einsöngvarar verða Herdís Anna Jónasdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Gunnar Björn Jónsson og Oddur Arnþór Jónsson en auk þess taka kórar Akureyrarkirkju og Mótettukórinn þátt í viðburðinum.

Þótt sinfónían hafi oft verið flutt hér á landi verður þetta í fyrsta skiptið sem lokaþátturinn er sunginn á íslensku en þýðingin er eftir sjálfan Matthías Jochumson.

Miðasala á afmælistónleikana er í fullum gangi á mak.is.

Til baka