Nýr kynningar- og markaðsstjóri

Menningarfélag Akureyrar hefur fengið Indíönu Ásu Hreinsdóttur til liðs við sig í starf kynningar- og markaðsstjóra. Indíana hefur áralanga reynslu af blaðamennsku en hún starfaði lengst af sem blaðamaður DV og Fréttablaðsins og var ritstjóri Akureyri Vikublaðs um tveggja ára tímabil. Indíana er með BA gráðu í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og sat eitt ár í Blaðamennsku til meistaraprófs í sama skóla.

Menningarfélag Akureyrar býður Indíönu velkomna til starfa.