Fara í efni

Nýr kynningar- og markaðsstjóri

Menningarfélag Akureyrar hefur fengið Jóhannes Árnason til liðs við sig í starf kynningar- og markaðsstjóra.
Jóhannes hefur áralanga reynslu af markaðsmálum og hefur m.a. starfað sem texta- og hugmyndasmiður fyrir auglýsingastofurnar Vatikanið og EXPO. Nú síðast starfaði hann hjá auglýsingastofunni Árnasynir sem hönnuður og texta- og hugmyndasmiður, auk þess að ganga í ýmis önnur störf. Jóhannes er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og samhliða 50% starfi fyrir Menningarfélag Akureyrar vinnur hann að lokaverkefni meistaranáms í rekstrar- og nýsköpunarstjórnun við Álaborgarháskóla.

Menningarfélag Akureyrar býður Jóhannes velkominn til starfa.

Til baka