„Nýja sýningin er alveg glæný“

Líkt og síðustu ár mun jólasveinninn Stúfur mæta með glóðvolga jólasýningu í Samkomuhúsið en í þetta skiptið er aldrei að vita nema leynilegur gestur muni mæta óvænt til hans á sviðið. Stúfur, sem er mikill fjölskyldumaður, mælir sérstaklega með því að kynslóðirnar komi saman í heimsókn til hans í Samkomuhúsið en hann hefur sérstaklega gaman af því að segja sögur af fjölskyldu sinni. „Einu sinni tók Leppalúði smá hliðarspor. Með Lúpu vinnukonu. Og Grýla varð bjé joð á u eð. Brjáluð. Pabbi á jólaköttinn og hann kemst upp með allt. Sko kötturinn. Stundum held ég að Leppa þyki vænna um köttinn en mig. Nýja sýningin er alveg glæný. Fullt af nýjum góðum lífstílsráðum og æsispennu, glamúr og nýjum lögum. Ég er óstöðvandi,“ segir Stúfur en miðasala er hafin á www.mak.is