Fara í efni

Njála, Hlýnun og Þarf alltaf að vera grín?

Hvað ætlarðu að gera um helgina? Það eru viðburðir við allra hæfi á mak.is! Viltu fara í leikhús og láta hljómsveitina Hund í óskilum fá þig til að veltast um af hlátri eða mæta á opnun myndlistarsýningar í Hofi? Nú eða sjá vinina og grínistana úr hlaðvarpinu Þarf alltaf að vera grín? 

Það eru aðeins þrjár sýningar eftir af Njálu á hundavaði. Ekki missa af Eiríki Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni sem stökkva meira en hæð sína í öllum herklæðum í gegnum skrautlegt persónugallerí Njálu. Það er sýning í kvöld, fimmtudag, og á morgun föstudag. Síðasta sýningin er svo laugardaginn í næstu viku. Þú vilt ekki missa af þessari skemmtun. 

Myndlistarkonan Jonna opnar sýninguna sína  Hlýnun í Hofi á laugardaginn kl. 15. Jonna notar myndlist sína til að vekja athygli á samfélagslegum þàttum en verkin á sýningunni eru óhefðbundinn textílverk sem hún segir vísa í ruglið og bullið í neyslu okkar og það sem er að gerast í heiminum – hamfara hlýnun, bràðnun jökla og fleira. Öll velkomin á opnuna en sýningin mun standa fram á nýtt ár. 

Þarf alltaf að vera grín? fer fram í Hofi á laugardagskvöldið. ATH 18 ára aldurstakmark!

Til baka