Fara í efni

Nemendur leiklistarskólans tóku þátt í Jólastundinni

Nemendur Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar tóku þátt í upptöku á Jólastundinni sem í ár var tekin upp fyrir norðan. Tónlistarmaðurinn Karl Örvarsson söng upphafslagið sem tekið var upp í nóvember í Hafnarstræti. Karl rölti niður götuna og hitti á leiðinni allksyns fólk í jólastússi. Lagið endaði svo á dans og söngatriði á torginu þar sem nemendur LLA léku krakka í jólaskapi. 

Samkvæmt Jenný Láru, skólastjóra leiklistarskólans, tókust tökur vel.

„Tökurnar tóku klukkutíma og voru krakkarnir fagmannleg fram í fingurgóma enda sendi Agnes leikstjóri til þeirra góða kveðju eftir daginn,“ segir Jenný Lára. 

Kveðjan frá Agnesi Wild hljómar svona:

„Takk, takk, takk og aftur takk fyrir alveg frábærlega vel hepnaðan dag á torginu. Þið stóðuð ykkur öll svo ótrúlega vel í tökunum í dag, það er svo mikilvægt að vera með gott fólk sem tekur leikstjórn og það voruð svo sannarlega þið!“

Til baka