Fara í efni

Skólatónleikarnir hafa fengið nýja dagsetningu

Skólatónleikarnir hafa fengið nýja dagsetningu og eru nú fyrirhugaðir 23. og 24. nóvember.

Tónlistarfélag Akureyrar, í samvinnu við List fyrir alla, Menningarfélag Akureyrar og Sóknaráætlun Norðurlands eystra, býður öllum nemendum í 4. 5. og 6. bekk úr 19 skólum á Norðurlandi að sjá sýninguna Stúlkan í turninum.

Tónverkið, Stúlkan í turninum, var samið af Snorra Sigfúsi Birgissyni fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Verkið, sem byggir á sögu Jónasar Hallgrímssonar, er sígílt. Stefnt er að því að vinna skólakynningar í samvinnu við íslenskukennara þannig að börnin þekki til sögunnar fyrirfram og hafi unnið verkefni henni tengd. Sagan fjallar um baráttu góðs og ills. Boðskapurinn er sígildur og skýr, hið góða mun sigra að lokum ef við sýnum nægilega trú og tryggð. Tónlistin túlkar söguna samhliða því sem hún er sögð.

Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja tónlistina en stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. 

Til baka