Fara í efni

Mutter Courage frumsýnt í Samkomuhúsinu

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Útskriftarefni leikarabrautar LHÍ, í samstarfi við tónlistardeild 2019, frumýnir Mutter Courage eftir Bertolt Brecht í Samkomuhúsinu. Marta Nordal, leikhússtjóri LA, leikstýrir sýningunni.

Mutter Courage er talið með bestu leikverkum 20. aldarinnar og er eitt kröftugasta stríðsádeiluverk sögunnar. Það er viðeigandi að bekkur sem samanstendur að þremur fjórðu hlutum af konum rýni í þetta verk. Mutter Courage er mikil ádeila á stöðu konunnar í stríði, konunnar sem fær engu um framgang stríðsins ráðið en er fórnarlamb þess engu síður og missir allt sitt. Verkið á vel við þessa ungu kynslóð sem hefur verið í oddaflugi síðustu kven- og mannréttindabyltingar, þeirri er enn stendur yfir. Boðskapur hennar er einfaldur. Allir eru jafnir að verðleikum. 

Verkið verður frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri 9. maí, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 16.maí og er unnið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið. Sýningar hefjast kl. 20. Enginn aðgangseyrir - allir velkomnir. Tryggðu þér miða hér.

Sýningin er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar.

Til baka