Milljarður rís í Hofi

Hin árlega dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi – Milljarður rís fer fram í Hamragili í Hofi í hádeginu í dag en Vélarnar sér um tónlistina. Milljarður rís er viðburður sem haldinn er víða um heim þar sem rúmur milljarður fólks dansar fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

Nýja FO-húfan verður til sölu á staðnum en allur ágóði rennur til verkefna UN Women sem miða að því að uppræta kynbundið ofbeldi. Öll velkomin!