Miðasalan opnar miðvikudaginn 23. águst.
			
					21.08.2017
						
	
	Veisla Menningarfélagsins hefst miðvikudaginn 23. ágúst en þá verður opnað fyrir miðasölu á viðburðum í vetrardagskrá okkar. Veturinn 2017-18 er uppfullur af fjöri og fjölbreytni þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Bæklingurinn okkar er borinn út sama dag og gefst þá Norðlendingum og nærsveitamönnum tækifæri á kynna sér glæsilega dagskrána.