Fara í efni

Miðasala hafin á And Björk, of course. Forsöluafsláttur til 15. október!

Leikritið And Björk, of course er komið í sölu! Tryggðu þér miða á 15% forsöluafslætti sem gildir til 15. október!

Leikritið And Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson er nærgöngult og hrollvekjandi háðsádeila þar sem merkingarleysi nútímans er lýst án miskunnar. Verkið er í senn sprenghlægilegt, óviðeigandi og óþægilegt. Nokkrar persónur koma saman á sjálfshjálparnámskeiði undir stjórn leiðbeinanda og eru þau öll í leit að sjálfum sér og staðfestingu á eigin virði. Verkið fjallar um sjálfsmynd okkar og hinn eilífa vanmátt manneskjunnar í að mæta sjálfri sér eða taka ábyrgð á lífi sínu.

Leikarar: Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson, Eygló Hilmarsdóttir, Arna Magnea Danks, Davíð Þór Katrínarson, María Pálsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir. 

Sýningar hefjast í febrúar 2024 og verða í Samkomuhúsinu!

Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson
Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir
Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlist: Axel Ingi Árnason og Pétur Karl Heiðarson
Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson

Til baka