Fara í efni

Metfjöldi nemenda í leiklistarskólanum

Leiklistarkóli Leikfélags Akureyrar er komin á fullt skrið. Yfir 90 nemendur eru skráðir og hafa þeir ekki verið fleiri í sögu skólans. Kennt er á fjórum aldursstigum og eru tveir til þrír hópar á hverju stigi eða samtals 92 skapandi og skemmtilegir krakkar og komust færri í suma aldurshópa en vildu. Við hvetjum foreldra því til að skrá börn sín fljótt og vel þegar námskeiðin eru auglýst.

Á þessari önn hefur skólinn fengið inni hjá Gilfélaginu í Deiglunni á meðan leit að varanlegu húsnæði stendur yfir. Kennara við skólann eru Sesselía Ólafsdóttir leikkona, Hera Jónsdóttir leiklistarkennari, Pétur Guðjónsson leikstjóri og María Pálsdóttir leikkona og skólastjóri LLA.

Önninni lýkur í lok apríl með sýningum annars vegar í Deiglunni (1. og 2. stig) og hins vegar í Hofi (3. og 4. stig) og þá í tengslum við Barnamenningarhátíð. 

Til baka