Fara í efni

Menntaskólinn frumsýnir Heathers - Hér er leikskráin

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir söngleikinn Heathers á morgun, föstudag, en sýningar fara fram í Hofi. Söngleikurinn byggir á samnefndri kvikmynd frá árinu 1989. 

Leikfélag Menntaskólans hefur verið þekkt fyrir metnaðarfullar leiksýningar í fjölda ára. Í ár koma hátt í 70 nemendur Menntaskólans á Akureyri að verkinu, hvort sem það er með leik, dansi eða tónlist, markaðssetningu, búninga - og leikmyndahönnun eða hárgreiðslu og förðun.

Gestir eru varaðir við að í verkinu er fjallað um sjálfsvíg og minnst á kynbundið ofbeldi og átröskun. Einnig eru notuð strobe ljós í sýningunni. Sýningin hentar ekki ungum börnum.

Miðasala er hér.

LEIKSKRÁ

Til baka