Fara í efni

Menningarhúsið Hof lokar tímabundið

Í ljósi nýjustu fyrirmæla frá yfirvöldum um hert samkomubann er því miður ljóst að loka þarf Menningarhúsinu Hofi tímabundið. Engir viðburðir verða í húsinu á meðan takmarkanir yfirvalda á fjöldasamkomum eru í gildi.

Við vonum að þessu ástandi ljúki sem fyrst og að við getum haldið áfram að njóta menningar í dásamlega menningarhúsinu okkar. Gestir okkar, starfsfólk og listamenn skipta okkur öllu máli og við hlökkum til að fá ykkur aftur í hús að þessu loknu.

Til baka