Fara í efni

Menningarhúsið Hof leitar að kaffibarþjóni

Menningarhúsið Hof leitar að kaffibarþjóni. Um er að ræða 100% starf en möguleikar eru einnig á hlutastarfi, unnið er á vöktum og um helgar. Kröfur sem gerðar eru til umsækjanda eru:

  • Þekking á kaffigerð og/eða áhugi á að læra góða kaffigerð
  • Reynsla af þjónustustörfum æskileg
  • Rík þjónustulund og kurteisi
  • Reynsla af störfum í veitingaþjónustu æskileg en ekki skilyrði
  • Samviskusemi, stundvísi og áreiðanleiki
  • Jákvætt viðmót og lausnamiðuð hugsun
  • Viðkomandi þarf að geta tekið að sér ábyrgð

Helstu verkefni:
Afgreiðsla veitinga, kaffigerð og þjónusta
Frágangur, uppvask og þrif

Umsóknir þar sem fram kemur rökstuðningur viðkomandi fyrir hæfni í starfið ásamt ferilskrá sendist á siljabjork@mak.is Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2021. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní 2021.

Til baka